Íslenskar Upplifanir

Við bjóðum líka upp á göngutúra og upplifanir fyrir íslenska ferðamenn
Hulidsheimatur - Icelandic Folklore Tour
Skemmtileg Afþreying

Prívat Huliðsheimaganga

Prívat göngutúr með okkur um huliðsheima Íslands þar sem við heimsækjum álfa, tröll og drauga og síðast en ekki síst fræðumst um íslenska galdra.
FromISK19,900

Ferðin var í alla staði fróðleg og skemmtileg og við mælum með þessari göngu.

Mannauðsdeild Marel

Sögutúr - Huliðsheimatúr - Kattarganga - Bjórtúr - Matartúr?

Vantar þínum hóp skemmtilega afþreyingu í miðbæ Reykjavíkur?

Við hjá Your Friend In Reykjavik erum vön að sjá um afþreyingu fyrir saumaklúbba, vina- og  starfsmannahópa .

Hægt er til dæmis að byrja á einum bjór saman og inngangi að bjórsögunni, síðan fara í huliðsheimagöngu þar sem við heimsækjum meðal annars Hólavallakirkjugarð og loks enda í mat á góðum þjóðlegum veitingarstað og heyra fleiri sögur.  Þinn túr fer eftir hvað hentar þínum hóp.

Hægt er að bæta við pylsustoppi eða öðrum matar & drykkjarstoppum, söfnum, allt fer þetta eftir áhuga þíns hóps.

Góð ummæli um göngurnar okkar

Mannauðsdeild Marel á Íslandi var með hópeflisdag þar sem farið var í huliðsheima göngu á vegum „Your Friend In Reykjavik”.

Valur leiddi okkur um miðbæ Reykjavíkur og fléttaði saman fróðleik, ævintýrum og álfasögum. Hann var einlægur og gefandi. Við heimsóttum staði í Reykjavik sem áhugavert er að koma á. Hann gerði okkur það kleift að halda 2 metra reglunni svo þetta var Covid-19 frítt hópefli.

Ferðin var í alla staði fróðleg og skemmtileg og við mælum með þessari göngu.

Bestu þakkir fyrir okkur.

Mannauðsdeild Marel á Íslandi

Þriðjudagskvöld forum við starfsmenn á Café Loka saman í Huliðsheimagöngu með Your Friend In Reykjavik.

Þetta var virkilega skemmtileg og fræðandi göngutúr um miðbæ Reykjavíkur með áhugaverðum sögum og fræðslu og gerði fararstjórinn Barði þeim einstaklega góð skil

Áhugaverðir staðir sem við áttum okkur ekki á að eru við nefið á okkur og saga sem við erum að gleyma

Mæli eindregið með þessari ferð

Perla Rúnarsdóttir
Eigandi Café Loka

Afhverju að bóka hjá vini þínum í Reykjavík?

Þaulvant leiðsögufólk sem kann að fræða og skemmta um leið
Hundreds Of Five Star Reviews

Yfir eitt þúsund fimmstjörnu umsagnir

Fólk kann að meta okkar frábæru göngutúra enda sýna ummælin það á vefjum eins og Tripadvisor

No Booking Or Payment Fees

Sanngjarnt verð

Verðið fer eftir fjölda og hvaða veitingar þinn hópur hefur áhuga á að kaupa.
– Einnig er hægt að láta hópinn njóta sérstakra afsláttarkjara sem Your Friend In Reykjavik hefur tryggt sér við hina ýmsu veitingarstaði.

Free Cancellation Up To 24 Hours In Advance

Við endurgreiðum 100%

Ef þú þarft að afbóka, þá er það ekkert mál svo lengi sem það er gert 24+ klst áður en þín gönguferð á að hefjast.

A Unique Experience

Öðruvísi upplifun í miðbænum

Skemmtileg upplifun í miðbæ Reykjavíkur.